9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Thursday Mar 03, 2022
FlokkaFlakk - 001.943
Thursday Mar 03, 2022
Thursday Mar 03, 2022
Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson upplýsingafræðingur tekur titill sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis.
001.943 - Næstum því fremst í röðinni. 1943 er spennandi ártal og um að gera að veita þeirri góðu tölu athygli, enda mikil þekking þar á bakvið... - eða hvað? Stundum vitum við ekki alveg hvert hlutirnir fara, sér í lagi þegar að ekki er mikið af haldbærum sönnunum sem tengja má efninu. Og stundum, þegar lífið er flókið, er gott að byrja á núllinu...
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.