9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Monday May 18, 2020
Fótboltabækur
Monday May 18, 2020
Monday May 18, 2020
2:39 - Víðir Sigurðsson (@vidirsig á Twitter)
Víðir Sigurðsson er maðurinn á bak við ritröðina Íslensk knattspyrna sem komið hefur út á hverju ári frá 1981. Hann spjallaði við mig um tilurð þess að hann datt í þetta verkefni, hvernig vinnuferlið er hjá honum og fleira í þeim dúr.
Bókameðmæli Víðis: Nobody Ever Says Thank You eftir Jonathan Wilson
21:41 - James Montague (@JamesPiotr á Twitter)
James Montague hefur ferðast um allan heim og fjallað um ýmsar hliðar fótboltans. Hann spjallaði við mig um landslagið hjá fótboltafjölmiðlum þessa dagana, hvers vegna hann fór að skrifa bækur um fótbolta, hvað hann langar að skrifa næst, hvað hann les helst auk þess sem við spjölluðum um sameiginlegan vin okkar úr Tólfunni.
Bókameðmæli James: My Father and Other á working Class Football Heroes eftir Gary Imlach og The Ball is Round eftir David Goldblatt.
Athugið að þetta viðtal er á ensku og ekki þýtt yfir á íslensku.
----------------
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar er tekið upp í Rabbrýminu, upptökuaðstöðu safnsins. Fyrirspurnir um hlaðvarpið eða Rabbrýmið er hægt að senda í hladvarp@hafnarfjordur.is
Stef þáttarins er lagið Lemongrass eftir Samúel Reynisson.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.