9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Tuesday May 04, 2021
(ó)Vitinn - 3. þáttur - Hilmir Kolbeins: Stjörnustríðsklerkur og hagleiksmaður
Tuesday May 04, 2021
Tuesday May 04, 2021
Mátturinn er með (ó)Vitanum í dag, en gesturinn að þessu sinni er Hilmir Kolbeins, lögreglumaður, guðfræðingur og meðlimur 501. herdeildar keisarans, áhugahópi um búninga- og leikmunagerð úr Stjörnustríðsheimum. Hann ræðir við okkur um þennan einstaka félagsskap vondukalla sem gera góða hluti, hvað hafa þarf í huga við að gera búninga og listina að verða aldrei of gamall til að leika sér.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.