10.4K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Friday Sep 10, 2021
Ræmurýmið - Ferngully
Friday Sep 10, 2021
Friday Sep 10, 2021
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.
Fyrsta mynd vetrarins er teiknimyndin Ferngully: The Last Rainforest í leikstjórn Bill Kroyer, en myndin telst til einna fyrst umhverfismeðvituðu myndum samtímans ætlaðar börnum. Sagan segir af blómálfinum Crystu og félögum hennar sem þurfa að berjast við skrýmslið Hexxus áður en hann eyðir skóginum þar sem þau búa, en Hexxus dregur mát sinn úr mengun mannfólksins.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.