9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Monday Nov 09, 2020
Þrýstingurinn - 1. þáttur - Ólétt af hans völdum e. Eðvarð Ingólfsson
Monday Nov 09, 2020
Monday Nov 09, 2020
„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“ Eva - Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins? Í fyrsta þætti lesum við hina hádramantísku „Ólétt af hans völdum!“ - sem heitir reyndar „Ófrísk! Af hans völdum!“ á kápunni - en prófarkarlestur er bara fyrir aula hvort eð er. Bókin segir frá Gumma, sem á framtíðina fyrir sér sem húsgagnasölumaður, rokkstjarna og MR-ingur, en örlögin grípa heldur betur í taumana í þessari æsispennandi, en þó örlítið tímaskekktu bók.
Sunday Nov 01, 2020
(ó)Vitinn - 1. þáttur - Ásdís, kjólameistari og eigandi Loforðs
Sunday Nov 01, 2020
Sunday Nov 01, 2020
Í (ó)Vitanum fáum við að kynnast skemmtilegu og athyglisverðu fólki, skoða aðeins hvað er í gangi, hvað gaflarar og nýbúar jafnt eru að bardúsa, læra eitthvað nýtt, fræðast um eitthvað spennandi og heyra af skemmtilegum, öðruvísi og ótrúlegum hlutum sem koma upp hjá okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar, Fysti viðmælandinn okkar er kjólameistarinn Ásdís, sem rekur brúðarkjólaverslunina og saumaverkstæðið Loforð í Fornubúðum. Hún ræðir við okkur um brúðarkjóla, saumamennsku, listina að lifa og hvað í ósköpunum fær konu til að opna förðunar-sauma-fíneríisverkstæði niðri við smábátahöfn.
Monday Oct 05, 2020
GlaðVarpið - Sindri 'Sparkle' Freyr
Monday Oct 05, 2020
Monday Oct 05, 2020
GlaðVarpsgestur mánaðarins er myndlista-allt-muglig-undrið Sindr 'Sparkle' Freyr, sem sýndi nýlega verk sitt 'Opening up' hjá Bókasafni Hafnarfjarðar og á Reykjavík Fringe Festival. Hann ræðir við okkur um myndlist, töfrana við það að segja sögur og um það að opna sjálfan sig fyrir umhverfinu.
Thursday Sep 03, 2020
GlaðVarpið - Sveinn Dúa Hjörleifsson
Thursday Sep 03, 2020
Thursday Sep 03, 2020
GlaðVarpsgestur septembermánaðar er óperusöngvarinn og draglistamaðurinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem ræðir um sýningu sína 'Die schöne Müllerin - Not a word about my sad face' sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, dragið, sjálfið og listina í heild.
Thursday Aug 06, 2020
GlaðVarpið - Svavar og Davíð
Thursday Aug 06, 2020
Thursday Aug 06, 2020
Í tilefni Hinsegin daga stendur bókasafnið fyrir stuttum innskotum á öldum ljósvakans. Viðmælandur í þessum þætti eru Svavar og Davíð sem ræða hinsegin heiminn út frá sinni upplifun, hvor innan sinnar kynslóðar.
Wednesday Aug 05, 2020
GlaðVarpið - Eva Ágústa
Wednesday Aug 05, 2020
Wednesday Aug 05, 2020
Í tilefni Hinsegin daga stendur bókasafnið fyrir stuttum innskotum á öldum ljósvakans. Viðmælandi okkar í fyrsta GlaðVarpi Hinsegin daga er Fjallkona Hafnarfjarðar, Eva Ágústa.
Monday May 25, 2020
Fleiri fótboltabækur
Monday May 25, 2020
Monday May 25, 2020
1:11 - Kristján Atli Ragnarsson (@kristjanatli á Twitter)
Kristján Atli er Hafnfirðingur, FH-ingur, Liverpool-stuðningsmaður, rithöfundur og margt fleira. Um árabil skrifaði hann reglulega á kop.is, stuðningsmannasíður Liverpool á Íslandi, enda er hann einn af stofnendum þeirrar síðu. Hann kom með áhugaverða innkaupatillögu fyrir bókasafnið og mig langaði að spjalla aðeins við hann um innkaupatillöguna, fótboltabækur sem hafa verið skrifaðar og fótboltabækur sem enn liggja óskrifaðar en væri þó gaman að lesa.
Bókameðmæli Kristjáns Atla: Forever Young eftir Oliver Kay
33:32 - Jonathan Wilson (@jonawils á Twitter)
Jonathan Wilson ætti að vera flestum kunnugur sem fylgjast með enska boltanum og umfjöllun í kringum hann. Wilson skrifar pistla og fréttir í The Guardian og The Observer, ritstýrir The Blizzard og hefur skrifað 11 fótboltabækur auk þess að taka þátt í hlaðvarpsgerð og fótboltafréttamennsku á öðrum miðlum. Ég heyrði í honum og spurði út í bækurnar hans, ferlið að skrifa bækur, ferðalög og ferðalagaleysi, Ungverjaland og margt fleira.
Bókameðmæli Wilson: The Ball is Round eftir David Goldblatt, All Played Out eftir Pete Davies og Football Against the Enemy eftir Simon Kuper.
Athugið að þetta viðtal er aðeins á ensku og ekki þýtt yfir á íslensku.
Ég vil líka vekja athygli á The Squall, verkefni sem Wilson og félagar hjá The Blizzard settu í gang til að styðja við bakið á fótboltablaðamönnum í þessu fótboltaleysi. Hér má lesa meira um það verkefni.
----------------
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar er tekið upp í Rabbrýminu, upptökuaðstöðu safnsins. Fyrirspurnir um hlaðvarpið eða Rabbrýmið er hægt að senda í hladvarp@hafnarfjordur.is
Stef þáttarins er lagið Lemongrass eftir Samúel Reynisson.
Monday May 18, 2020
Fótboltabækur
Monday May 18, 2020
Monday May 18, 2020
2:39 - Víðir Sigurðsson (@vidirsig á Twitter)
Víðir Sigurðsson er maðurinn á bak við ritröðina Íslensk knattspyrna sem komið hefur út á hverju ári frá 1981. Hann spjallaði við mig um tilurð þess að hann datt í þetta verkefni, hvernig vinnuferlið er hjá honum og fleira í þeim dúr.
Bókameðmæli Víðis: Nobody Ever Says Thank You eftir Jonathan Wilson
21:41 - James Montague (@JamesPiotr á Twitter)
James Montague hefur ferðast um allan heim og fjallað um ýmsar hliðar fótboltans. Hann spjallaði við mig um landslagið hjá fótboltafjölmiðlum þessa dagana, hvers vegna hann fór að skrifa bækur um fótbolta, hvað hann langar að skrifa næst, hvað hann les helst auk þess sem við spjölluðum um sameiginlegan vin okkar úr Tólfunni.
Bókameðmæli James: My Father and Other á working Class Football Heroes eftir Gary Imlach og The Ball is Round eftir David Goldblatt.
Athugið að þetta viðtal er á ensku og ekki þýtt yfir á íslensku.
----------------
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar er tekið upp í Rabbrýminu, upptökuaðstöðu safnsins. Fyrirspurnir um hlaðvarpið eða Rabbrýmið er hægt að senda í hladvarp@hafnarfjordur.is
Stef þáttarins er lagið Lemongrass eftir Samúel Reynisson.
Friday Apr 24, 2020
Kynning á hlaðvarpinu og Rabbrýminu
Friday Apr 24, 2020
Friday Apr 24, 2020
Kynning á hlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar og Rabbrýminu. Allar frekari upplýsingar á hladvarp@hafnarfjordur.is Music: https://www.purple-planet.com Heimasíða Bókasafns Hafnarfjarðar: http://www.bokasafnhafnarfjardar.is/