9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Friday May 27, 2022
Friday May 27, 2022
Síðasta lag fyrir myrkur er... Systu megin.
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Systa býr ein í kjallarakompu við bágar aðstæður en hún ræður sér sjálf. Hún hefur losað sig að mestu undan ægivaldi Mömmu eins og Brósi, bróðir hennar og bandamaður í tilverunni. Saman hafa þau tekist á við harðan heim frá barnæsku en valið hvort sína leið, Brósi innan samfélagsins, Systa utan þess. Dagsdaglega dregur Systa fram lífið með dósasöfnun en þegar henni býðst aukið öryggi í skiptum fyrir frelsi er úr vöndu að ráða.
Friday Mar 11, 2022
Síðasta lag fyrir myrkur - Barnalestin (e. Viola Ardone)
Friday Mar 11, 2022
Friday Mar 11, 2022
Síðasta lag fyrir myrkur er... Barnalestin.
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Thursday Mar 03, 2022
FlokkaFlakk - 001.943
Thursday Mar 03, 2022
Thursday Mar 03, 2022
Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson upplýsingafræðingur tekur titill sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis.
001.943 - Næstum því fremst í röðinni. 1943 er spennandi ártal og um að gera að veita þeirri góðu tölu athygli, enda mikil þekking þar á bakvið... - eða hvað? Stundum vitum við ekki alveg hvert hlutirnir fara, sér í lagi þegar að ekki er mikið af haldbærum sönnunum sem tengja má efninu. Og stundum, þegar lífið er flókið, er gott að byrja á núllinu...
Friday Feb 18, 2022
Síðasta lag fyrir myrkur - Hundagerðið (e. Sofi Oksanen)
Friday Feb 18, 2022
Friday Feb 18, 2022
Síðasta lag fyrir myrkur er... Hundagerðið.
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Í kvöld tökum við fyrir Hundagerðið eftir Sofi Oksanen, en þar tvinnast líf allslauss innflytjanda í Helsinki saman við sögu Úkraínu eftir fall Sovétríkjanna; í umróti sem fylgdi sjálfstæði landsins reyndi hver að bjarga sjálfum sér og þegar spillingin heima fyrir mætti vestrænni græðgi urðu fátækar stúlkur á milli. Í valdabaráttu auðugra fjölskyldna varð líf þeirra einskis vert, frjósemin það eina sem þær höfðu að selja.
Friday Feb 18, 2022
Ræmurýmið - Survive Style 5+
Friday Feb 18, 2022
Friday Feb 18, 2022
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.
Fyrsta sagan segir af eiginmanni sem hefur orðið eiginkonu sinni að bana – oftar en einu sinni – en finnur hana alltaf aftur lifandi og bíðandi eftir honum við eldhúsborðið, bálreiða yfir athæfinu. Önnur sagan segir af úthverfafjölskyldu sem lendir í því óláni að fjölskyldufaðirinn telur sig vera fugl, sú þriðja af tríói unglinga sem stundar húsbrot sér til skemmtunar og sú fjórða af morðóðum auglýsingahönnuði með ritstíflu. All smellur þetta svo saman fyrir tilkomu bresks leigumorðingja og túlks hans.
Wednesday Feb 09, 2022
Ræmurýmið - Office Space
Wednesday Feb 09, 2022
Wednesday Feb 09, 2022
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.
Wednesday Feb 02, 2022
FlokkaFlakk - 787.87
Wednesday Feb 02, 2022
Wednesday Feb 02, 2022
Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson upplýsingafræðingur tekur titill sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis.
Flokkur dagsins er 787.87 - Veist því hvað gripplað strengjahljóðfæri er? Halldór veit það! Og það sem meira er, hann nýtir sér stærstu tónlistardeild á almenningsbókasafni á landinu til að útskýra það frekar. Listir-Tónlist-Hljófæri...og svo enn dýpra. Hvaða fyrirbæri ætli sé númer 787.87?
Friday Jan 28, 2022
Friday Jan 28, 2022
Síðasta lag fyrir myrkur er... Þættir af sérkennilegu fólki.
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Það eru ekki færri en sex höfundar sem koma að þessari sérstöku bók sem var opnun á reglulegum fundum hins frækna Lestrarfélags Framfarar, en sem áður heldur Hjalti um taumana og er þátturinn að hluta til tekin upp á opnum fundi á Bókasafninu þar sem að höfundar bókarinnar mættu í spjall. Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka í samfélögum fyrri tíðar og hvernig það bæði náði að þreyja þorrann og góuna og um leið að hafa áhrif á samtíð sína með margvíslegum hætti og er opnun þema annarinnar; birtingarmynda fátæktar í bókmenntum.
Wednesday Jan 05, 2022
Wednesday Jan 05, 2022
„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“
Eva - Stella í Orlofi (1986)
Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins?
Við höldum áfram að taka fyrstu og síðustu bók höfunda, en til umfjöllunar í dag eru ekki minni menn en Smári og Tómas, (þá) átján ára snillingar sem gáfust upp á unglingabókum skrifuðum af þrítugum gaurum sem voru með skammarlega lágt high score í Snake og vissu ekki hvað irkið var, og skifuðu bara sínar eigin bækur. Húrra fyrir þeim!
Siggi er með okkur í dag sem hið einstaka karllæga sjónarhorn á jafn einstakar bækur. Hugsanagangur og furðuleg hugmyndafræði tíunda áratugarins - sér í lagi út frá unglingum - gerir þessar bækur að frábærum, háþrýstingsvaldandi konfektmolum.
Tuesday Dec 21, 2021
Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar - 18. þáttur
Tuesday Dec 21, 2021
Tuesday Dec 21, 2021
Lestralemúrinn er lítill og knúsulegur bókabéus sem elskar bækur, - en það er ekki tekið út með sældinni að vera lítill og mjúkur þegar maður týnist í Hafnarfirði svona rétt fyrir jólin! Og enn verra þegar maður týnir bókasafninu sínu!
Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar birtir þátt alla virka daga frá og með 1. desember fram að jólum. Ítarefni fyrir leikskóla og grunnskóla má finna á heimasíðu bókasafnsins.