Árið 1608 sver ung stúlka í Skagafirði, Þórdís Halldórsdóttir, eið um að hún sé hrein mey eftir að upp kemur kvittur um ástarsamband hennar við mág sinn en slíkt var dauðasök á tímum stóradóms. Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn. Þórdís má lifa með ásökunum um blóðskömm og í trássi við landslög er henni gert að sæta pyntingum segi hún ekki til barnsföður síns. Á hverju ári ríður hún suður heiðar til að mæta fyrir Alþingi á Þingvöllum en heill áratugur líður þar til dómur er kveðinn upp.
9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Friday Nov 05, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Stormfuglar og Þung ský (e. Einar Kárason)
Friday Nov 05, 2021
Friday Nov 05, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er... Stormfuglar og Þung ský eftir Einar Kárason.
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Í þetta skiptið tekst Hjalti á við tvær bækur; Stormfuglar er áhrifamikil saga um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl, og Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur.
Báðar eru bækurnar eftir Einar Kárason, og eru sögutengd skáldverk sem tengja við raunverulega atburði á þann einstaka máta sem hefur gert Einar að einum dáðasta rithöfundi landsins.
Thursday Nov 04, 2021
Ræmurýmið - Clue: The Movie
Thursday Nov 04, 2021
Thursday Nov 04, 2021
Friday Oct 15, 2021
FlokkaFlakk - Flokkur 420
Friday Oct 15, 2021
Friday Oct 15, 2021
Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson upplýsingafræðingur tekur titill sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis.
420. Tala sem á sinn eigin dag. Tala sem er alræmd og fyndin í senn, - tala bara fyrir fullorðna. Tala í dægurkúltúr og bröndurum. Tala enska tungumálsins í Deweykerfinu.
Friday Oct 08, 2021
Ræmurýmið - Svarti skafrenningurinn
Friday Oct 08, 2021
Friday Oct 08, 2021
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.
Mynd októbermánaðar er engin önnur en Svarti skafrenningurinn sem má með sanni kalla fyrstu íslensku ofurhetjumyndina.
Thursday Sep 30, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Í Gullhreppum (e. Bjarna Harðarson)
Thursday Sep 30, 2021
Thursday Sep 30, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Í Gullhreppum eftir Bjarna Harðarson
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Önnur bók 18. aldar þríleiks Bjarna Harðarsonar um síðustu daga Skálholts - sem er einmitt titill síðustu bókarinnar - færir fókus þríleiksins frá fátækum kotbændum og yfir til kóngsins Köbenhavn, þar sem segir frá séra Þórði í Reykjadal (1698-1776), sem eftir nám sitt (og þónokkrar flækjur áður en haldið var heim) sneri aftur til Skálholtsstaðar á 18. öld.
Þegar heim er komið opnar Reykjadalsprestur hús sín fyrir farandi lýð flækinga og nýtur góðs af á engjaslætti. Hann er sjálfur frábitinn allri vinnu en skoðar veröldina með kátlegu kæruleysi þess sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Inni fyrir berst Þórður við trúarlegar efasemdir og forboðnar kenndir sínar til karlmanna. Í kararlegu sinni í Skálholti dreymir hann um að sjá Skálholtsstað í logum en hefur hvorki vilja né nennu til að kveikja þá elda.
Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtist okkur með kröm sinni og skemmtan, og Hjalti útskýrir þetta allt af sinn einstaka og lifandi máta.
Friday Sep 24, 2021
FlokkaFlakk - Flokkur 123
Friday Sep 24, 2021
Friday Sep 24, 2021
Bókasafn Hafnarfjarðar keyrir fram þekkingu og skemmtun á öldum ljósvakans! Halldór Marteinsson upplýsingafræðingur tekur titill sinn alvarlega og upplýsir hlustendur um snilld og sniðugheit hins alræmda Deweykerfis.
Í fyrsta þætti verður farið yfir grunninn í þessari snilldarleið til að raða bókum upp á skiljanlegan máta, - og við hefjum leika á 1-2-3, þ.e.a.s. hundraðtuttugastaogþriðja flokki.
Friday Sep 10, 2021
Ræmurýmið - Ferngully
Friday Sep 10, 2021
Friday Sep 10, 2021
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.
Fyrsta mynd vetrarins er teiknimyndin Ferngully: The Last Rainforest í leikstjórn Bill Kroyer, en myndin telst til einna fyrst umhverfismeðvituðu myndum samtímans ætlaðar börnum. Sagan segir af blómálfinum Crystu og félögum hennar sem þurfa að berjast við skrýmslið Hexxus áður en hann eyðir skóginum þar sem þau búa, en Hexxus dregur mát sinn úr mengun mannfólksins.
Friday Jul 09, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Í skugga Drottins (e. Bjarna Harðarson)
Friday Jul 09, 2021
Friday Jul 09, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Í skugga Drottins eftir Bjarna Harðarson
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Sögulegar skáldsögur eru enn í brennidepli, en í þetta skiptið leiðir Hjalti hlustendur um verk Bjarna Harðarsonar, sem segir frá leiguliðum Skálholtsstóls á 18. öld. Við fylgjumst með Maríu, stúlku af Álftanesi sem orðin er húsfreyja á Eiríksbakka, Greipi bónda og Jónunum tveimur sem honum fylgja, að ógleymdum niðursetningnum sem er óguðlega kjaftfor og skemmtinn. Yfir og allt um kring er þrældómur og guðsótti. Við sögu koma misfrómir guðsmenn, bændur og búalið, skólapiltar, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar.
Friday Jun 25, 2021
(ó)Vitinn - 4. þáttur - Gulli Arnar: Bakarameistari
Friday Jun 25, 2021
Friday Jun 25, 2021
Eitthvað fyrir svanga í sumar(ó)Vitanum! Gulli Arnar er mættur og spjallar við Hugrúnu Margréti um lífið og tilveruna, og líkast til örast vaxandi litla bakarí í bænum okkar.
Tuesday Jun 15, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Blóðberg (e. Þóru Karítas Árnadóttur)
Tuesday Jun 15, 2021
Tuesday Jun 15, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Blóðberg e. Þóru Karítas Árnadóttur
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)