9.9K
Downloads
119
Episodes
Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á bit.ly/rabbrymid Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og vinnslu hlaðvarps til staðar. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er starfsfólk til staðar til að fara yfir formsatriðin og aðstoða fyrst um sinn. Skúffuskáld, skoðanapésar, grúskarar, bókabéusar og allir þeir sem hafa ótakmarkaða þörf til að koma sér út í kosmósið - þið eruð hjartanlega velkomin í Rabbrýmið. Fyrir upplýsingar um aðstöðuna og aðrar spurningar ekki hika við að senda tölvupóst á hladvarp@hafnarfjordur.is
Episodes
Friday May 28, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Blóðug jörð (e. Vilborgu Davíðsdóttur)
Friday May 28, 2021
Friday May 28, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Blóðug jörð e. Vilborgu Davíðsdóttur
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Vilborg á hug Hjalta allan enn á ný, en nú er komið að síðustu bók þríleiksins um Auði Ketilsdóttur. Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls. Á augabragði stendur Auður Ketilsdóttir ein uppi, umkringd óvinum og ábyrg fyrir ungum sonarbörnum. Stefnan er tekin til eylandsins á enda veraldar þar sem ár og vötn eru sögð iða af fiski, jökulhettur ber við himin og sjálf jörðin spýr eldi.
Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)
Tuesday May 04, 2021
(ó)Vitinn - 3. þáttur - Hilmir Kolbeins: Stjörnustríðsklerkur og hagleiksmaður
Tuesday May 04, 2021
Tuesday May 04, 2021
Mátturinn er með (ó)Vitanum í dag, en gesturinn að þessu sinni er Hilmir Kolbeins, lögreglumaður, guðfræðingur og meðlimur 501. herdeildar keisarans, áhugahópi um búninga- og leikmunagerð úr Stjörnustríðsheimum. Hann ræðir við okkur um þennan einstaka félagsskap vondukalla sem gera góða hluti, hvað hafa þarf í huga við að gera búninga og listina að verða aldrei of gamall til að leika sér.
Wednesday Apr 21, 2021
GlaðVarpið - Lilja Sigurðardóttir
Wednesday Apr 21, 2021
Wednesday Apr 21, 2021
Gleðilegt sumar! Er ekki komin tími á smá GlaðVarp!
Gestur dagsins er rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir, höfundur Reykjavík Noir seríunnar og fjölda annara bóka, margverðlaunaður penni og handritshöfundur með meiru. Bækur Lilju hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hlotið mikla athygli, en nýjasta bók hennar, Blóðrauður sjór, kom út síðastliðin jól.
Lilja spjallar við okkur um ritstörf, hinseginleika og sýnileika hinsegin persóna í bókmenntum almennt og glæpasöguna sem listform.
Tuesday Mar 30, 2021
Tuesday Mar 30, 2021
„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“
Eva - Stella í Orlofi (1986)
Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins?
Olga Guðrún Árnadóttir er líklegast eini íslenski barna- og unglingabókahöfundurinn sem hefur fengið líflátshótanir fyrir sína vinnu, hljómar eins og Svava Jak og Laxness í bland og er enn rokkstjarna allra sem þurfa að laga til heima hjá sér. Hún er líka höfundur hinnar fyrstu eiginlegu íslensku unglinabókar, Búrsins, sem er hennar fyrsta skáldsaga. Mörgum árum seinna kom Peð á plánetunni jörð. Hér verður tappað af þrýstungnum og farið yfir fyrsta og síðasta verk þessarar ofurkonu, rithöfunds, tónlistarmanns, fjölmiðlamanns og svo má lengi telja...
Thursday Mar 25, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Vígroði e. Vilborgu Davíðsdóttur
Thursday Mar 25, 2021
Thursday Mar 25, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Vígroði e. Vilborgu Davíðsdóttur
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.
Áfram og afturábak í íslandssögunni er haldið, en áfram skoðar Hjalti verk Vilborgar Davíðsdóttur um ævi Auðar djúpúðgu. Hún elur upp son sinn á eigin jörð á Katanesi. Hún hefur haldið sig fjarri Suðureyjum frá því að leiðir hennar og Ólafs hvíta Dyflinnarkonungs skildu af ótta við að Ketill flatnefur, faðir hennar, gefi hana manni á ný.
Að veturnóttum 865 kemur hún þó í föðurhús, til brúðkaups bróður síns og dóttur Ingólfs Arnarsonar. Þar spá dísirnar því að vígroða muni brátt slá á víkinga í Vesturhafi. Og víst horfir ófriðvænlega á norðanverðum Bretlandseyjum þar sem innfæddir veita norrænum mönnum æ meiri mótspyrnu og Orkneyjajarl ásælist aukin völd. Þá ræðst Dyflinnarkonungur inn í Péttland, öllum að óvörum, og leiðir þeirra Auðar liggja saman að nýju …
Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)
Tuesday Mar 02, 2021
GlaðVarpið - Atla Hrafney
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Loksins eftir langa bið hefur GlaðVarpið aftur göngu sína, nú þegar má loksins hleypa fólki í hljóðver. Fyrsti GlaðVarpsgestur ársins er Atla Hrafney, ritstýra, myndasöguhöfundur og einn af máttarstólpum íslenska myndasögusamfélagsins.
Atla ræðir við okkur um myndsögur almennt, bókmenntalega stöðu þeirra og eigin ferð frá æsku yfir í atvinnuhöfund þessa oft vanmetna listforms, bæði í evrópskum, amerískum og asískum stíl. Atla er einnig sýningarstjóri myndlistasamsýningarinnar Strange Communities sem opnar á Bókasafni Hafnarfjarðar þann 8. mars n.k.
Monday Feb 01, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Auður (e. Vilborgu Davíðsdóttur)
Monday Feb 01, 2021
Monday Feb 01, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Auður e. Vilborgu Davíðsdóttur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Í framhaldi- ja, eða í öfuga átt, við síðasta þátt tekur Hjalti fyrir fyrstu bók sagnabálks Vilborgar sem fylgir lífi Auðar Ketildóttur Djúpúðgu. Síðast fylgdum við lífi barnabarns hennar í bókinni Undir Yggdrasil, en nú er leitað lengra aftur og við hefjum leika á Suðureyjum, þar sem Auður elst upp. Andstæður heiðni og kristni, staða og líf kvenna á landnámsöld og hið óvænta ljós sem Vilborg hefur varpað á líf formæðra íslendinga hefur fest þessa bók, sem og seinni bækur Vilborgar, vel í sessi hjá íslenskum lestrarunnendum. Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)
Thursday Jan 14, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur - Undir Yggdrasil (e. Vilborgu Davíðsdóttur)
Thursday Jan 14, 2021
Thursday Jan 14, 2021
Síðasta lag fyrir myrkur er...Undir Yggdrasil e. Vilborgu Davíðsdóttur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Undir Yggdrasil er nýjasta skáldsaga Vilborgar og fylgir eftir fyrri verkum sögulegra skáldsagna sem segja frá Auði Djúpúðgu og ættlegg hennar. Andstæður heiðni og kristni, staða og líf kvenna á landnámsöld og hið óvænta ljós sem Vilborg hefur varpað á líf formæðra íslendinga hefur fest þessa bók, sem og fyrri bækur Vilborgar, vel í sessi hjá íslenskum lestrarunnendum. Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)
Sunday Jan 03, 2021
(ó)Vitinn - 2. þáttur - Þórunn Eva, rithöfundur og ofurkona
Sunday Jan 03, 2021
Sunday Jan 03, 2021
Í (ó)Vitanum fáum við að kynnast skemmtilegu og athyglisverðu fólki, skoða aðeins hvað er í gangi, hvað gaflarar og nýbúar jafnt eru að bardúsa, læra eitthvað nýtt, fræðast um eitthvað spennandi og heyra af skemmtilegum, öðruvísi og ótrúlegum hlutum sem koma upp hjá okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar, Þórunn Eva kallar ekki allt ömmu sína, en hún er höfundur bókarinnar Mía fær lyfjabrunn, sem hún gaf út í samvinnu við hafnfirska teiknarann og rithöfundinn Bergrúnu Írisi. Bókin er ætluð langveikum börnum sem þurfa m.a. að fara í gegnum lyfjameðferðir ýmiskonar. Sagan af Míu er á ferð um heiminn, og er meðal annars á leið í birtingu í Svíþjóð. Þórunn ræðir við Hugrúnu Margréti um reynslu sína sem móðir tveggja langveikra barna, stofnun félaganna Zebrabörn og æsku sína, en Þórunn hefur staldrað við á ansi mörgum stöðum áður en hún snéri aftur heim í Hafnarfjörðinn.
Thursday Dec 24, 2020
Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar - 24. desember - Aðfangadagur jóla
Thursday Dec 24, 2020
Thursday Dec 24, 2020
Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar segir af jólaálfinum Antoni. Hann er örlítið eigingjarn, og á erfitt með að þola að deila öllum góða jólamatnum, jólakökunum og jólagjöfunum með öðrum - svo hann ákveður að halda jólin einn! Höfundur: Louise Roholte Þýðandi: Helga Hauksdóttir (úr norsku)